Jökull: Nýr fjölskyldumeðlimur.
Mánudagur, 10. apríl 2006
Í gær bættist nýr meðlimur í okkar fjölskyldu. Hann heitir Jökull. Móðir hans er svört og faðir hans gulur. Þau eru samt hvorki afrísk né kínversk og ekki af ætt manna. Jökull er sem sagt hundur af Labrador Retriever kyni. Þetta er svo sem búið að standa til lengi en bar samt brátt að. Sigrún hafði farið í frænkupartý og komist að því að Palli Páls frændi hennar ræktaði Labrador hunda. Hún hafði því samband við Palla sem sgðist vera með einn fjögurra mánaða gamlan hvolp sem hann þyrfti að losna við. Skutumst við því í morgun til Hellu til Palla og Höllu og til að gera langa sögu stutta þá kom Jökull með okkur heim. Jökull er hreint ótrúlega yfirvegaður hvolpur og hvers manns hugljúfi. Er búinn að athuga allt hér innanhúss hátt og lágt og læra á húsið og okkur. Honum finnst svolítið erfitt að fara upp og niður stigann en það er allt að koma.
Jökull líkist pabba sínum meira en lítið og er eilítið kubbslegur en ofboðslega sætur. Endilega skoðið myndirnar af kappanum í albúminu. Bæti við fleiri myndum fljótlega. Hér er albúmið
Ættbók Jökuls hjá Hundaræktarfélaginu hér.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 16.5.2006 kl. 10:03 | Facebook
Athugasemdir
Vá Vá til hamingju með Jökul. Fylgdi nafnið með honum? Hann er gullfallegur. Nú verð ég alveg veik í hundaeign. Þið kannski hjálpið mér að sannfæra Bjössa:)
Ólöf (IP-tala skráð) 10.4.2006 kl. 11:57
Vá Vá til hamingju með Jökul. Fylgdi nafnið með honum? Hann er gullfallegur. Nú verð ég alveg veik í hundaeign. Þið kannski hjálpið mér að sannfæra Bjössa:)
Ólöf (IP-tala skráð) 10.4.2006 kl. 11:57
Já, nafnið fylgdi. Pabbi hans heitir líka Jökull og er afskaplega virðulegur gamall hundur. Reyndar er Jökull mikill jaki, þannig að nafnið hæfir. Kaldur er hann samt ekki, voða blíður og góður :)
Kiddi, 10.4.2006 kl. 13:59
Ég gleymdi. Við skulum hjálpa þér að sannfæra Bjössa!
Kiddi, 10.4.2006 kl. 14:00
Gratulera með hundinn. Sjáum til hvernig gengur í Háulind áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar. A.m.k. verður ekki tekin svona "stór" ákvörðun.
Björn Barkarson, 10.4.2006 kl. 14:10
beautiful dog !
Aurélie (IP-tala skráð) 12.4.2006 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.