Laugavegur 2007

Fengum far með Björgu og Rafni í Landmannalaugar þar sem gist var um nóttina með ÍR-skokkurum. Lögðum upp með að vera undir 7 klst. og í besta falli að bæta tímann minn frá 2005 (7:50) um eina klst. Svaf ekkert sérstaklega vel og fann að spennan magnaðist fram að hlaupi með tilheyrandi klósettferðum o.s.frv. Á slaginu 9:00 var hlaupinu startað. Leið mjög vel og var fullur orku þar til ég var ca. hálfnaður í Hrafntinnusker. Fékk ferleg svitaköst og varð í framhaldi orkulaus og fór að líða illa í maganum á meðan Sigrún þrusaðist áfram. Varð aðeins á eftir henni að skálanum og þusti beint á kamarinn á meðan fyllt var á brúsana fyrir mig. Át banana og leið aðeins betur. Hélt áfram að fá létt svitaköst, var með velgju í maganum og ferlega orkulaus. Bætti aðeins á gelinntökuna rétt áður við komum í Jökultungur og fannst mér ég hressast við það. Frá Jökultungum í Álftavatn var ég gersamlega orkulaus og rétt náði að halda í við Sigrúnu, Sigurjón, Nínu og Björgu. Fékk mér góðan bananaslurk í Álftavatni og leið aðeins betur á eftir. Við Bláfjallakvísl stoppuðum við mjög stutt og var líðanin þá orðin aðeins skárri. Fékk mér smá snickers sem ég rétt náði að koma niður en gerði mér gott að ég held. Við drykkjarstöðina á söndunum fékk ég mér fyrst saltsykurtöfluna sem Sigrún var með og hefði ég sennilega átt að gera það fyrr. Þá smá fór mér að líða betur og þegar komið var í Emstrur var líðanin orðin nær eðlileg þó að ég væri svolítið máttlaus. Þegar nálgaðist kápuna vorum við Sigrún kominn á mjög gott skrið og eiginlega þustum áfram. Leiðin í gegnum skóginn gekk vel og hlupum við upp allar brekkur eins og ekkert væri (eða þannig). Komum svo í mark á 6:41 sem var mun betra en við þorðum að vona, a.m.k. eftir afleitt hlaup hjá mér framan af.

 Leið svo þokkalega eftir hlaup sérstaklega eftir að hafa fengið heita súpu, svolítið salta (sem betur fer). Gat sáralítið borðað af grillmatnum, en át þeim mun betur í matnum sem við útbjuggum sjálf seinna um kvöldið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband