Laugardagur 27. desember. Sama prógram og fyrir viku, Rauðavatn, Grafarholt, Grafarvogur og heim. 19 km
Laugardagur 20. desember. Fórum að heiman og hlupum upp að Rauðavatni, í Grafarholtið, Grafarvog og svo upp Elliðaárdal og heim. Um 19 km.
Miðvikudagur 17. desember. Hefðbundni vetrarhringurinn. Hljóp þetta með Björgu og fórum við niður að brú. Björg tók svo vel á því eftir brekkuna og ég fylgdi fast á eftir. Gott hlaup þó færðin gerði manni erftt fyrir. Ekki síðri æfing fyrir það. 10 km
Mánudagur 15. desember. Brekkusprettir í Bakkabrekku. Tók 5 stykki þó 4 væri dagskipunin. Gekk vel, en alltaf drulluerfitt. 11 km.
Fimmtudagur 11. desember. Þriðja Powerade hlaup vetrarins. Veðurútlitið var ekki gott, en oftast er þetta betra en það lítur út fyrir. En ekki í þetta skiptið. Veðrið var gersamlega brjálað og stundum komst maður vart úr sporunum. Flaug einu sinni á hausinn en hélt áfram þar sem það var skárra en að skokka til baka. Síðustu 2 km voru algert helvíti þar sem mjög erfitt var að komast áfram. Þetta hafðist þó allt að lokum og ég var svo heppinn að fá konfektkassa að launum. Tíminn var 50:15 7 mínútum lengur en síðast. 10 km.
Miðvikudagur 10. desember. Tókum vetrarhring í frekar leiðinlegu veðri, roki og rigningu. Fór niður að brú og fauk upp brekkuna aftur. 10 km
Mánudagur 8. desember. Brekkuæfing í Bakkabrekku. Nokkuð hress og tók 5 ferðir. 11 km.
Laugardagur 6. desember. Fór að heiman með Jökul og upp að Elliðavatni og Breiðholtið til baka. Fékk vindinn, sem var nokkur, næstum alla leiðina í bakið. Var þreyttur og illa upplagður til að byrja með en skánaði þegar lengra dró. Fljúgandi hálka. Ca. 15 km
Mánudagur 1. desember. Farið í Bakkabrekkuna í nokkru frosti. Fannst flestir vera hæfilega slakir og var sjálfur ekkert sérstaklega hress. Gekk samt bærilega. 9-10 km.
Laugardagur 29. nóvember. Við Sigrún fórum í hál leiðinlegu veðri að heiman og í gegnum Kórahverfið að Elliðavatni. Snerum við þegar við áttum stutt eftir að Elliðavatnsbænum og hlupum nokkurn veginn sömu leið til baka. Ca. 14 km.
Miðvikudagur 26. nóvember. Venjuegur vetrarhringur og farið niður að brú og aftur upp brekkuna. Ekkert sérstaklega hress, en gekk samt.
Mánudagur 24. nóvember. Farið í Bakkabrekkuna og teknar fjórar ferðir með nokruym þunga. Tók svo hálfa í viðbót. Tæpir 10 km.
Miðvikudagur 19. nóvember. Var svolítið seinn á æfinguna en hitti Sigrúnu á leiðinni yfir einhvern bakkann og sagði hún að þau væru að fara í Fossvogsdalinn. Skokkaði sem leið lá í dalinn og hljóp hálfa leið og beygði hjá Snælandsskóla. Hnésbótin að stríða mér og verkurinn kominn í utanvert hnéð ennfremur. Harkaði þetta samt af mér og náði Sigrúnu og Sif við Höfðabakkann og skokkaði með þeim restina. Teygjur hjá Svövu á eftir og náði þá að teygja vel á löppinni sem ég held að hafi hjálpað aðeins til. 7-8 km.
Mánudagur 17. nóvember. Skokkað um Mjóddina í Lindabrekkurnar. Teknir fjórir hringir. Álíka gott og síðast en e.t.v. aðeins hraðari. Fann fyrir leiðindaverk í hnésbótinni vinstramegin. Skokkað rólega styttri leiðina til baka. Ca. 9 km
Laugardagur 15. nóvember. Farið frá Breiðholtslaug og tekið ljósmyndamaraþon í tilefni uppskeruhátíðar. Hlaupið var niður Elliðaárdal og út í Nauthólsvík og tilbaka. Margar myndir teknar auk þrauta á leiðinni. Heitt kakó og kleinur í lauginni að hlaupi loknu. Veður var ekkert sérstaklega hagstætt, rok og hiti rétt undir frostmarki. 18 km.
Fimmtudagur 13. nóvember. Powerade hlaup í fínu veðri. Smá héla á stígnum á köflum sem gerði ekkert vegna sands frá siðustu hálku. Svolítill mótvindur upp að brú, en undan þaðan. Gerði það sama og síðast að keyra niður brekkurnar og halda svo dampi á beinu köflunum. Var líka mun betri eftir síðustu brekkuna en síðast auk þess sem síðasti km var bara nokkuð hraður (ca. 4:11). Endaði á 43:10 sem er besti tíminn í þessari braut (síðast 43:19 sem þá var besti tíminn). Bæting upp á ca. 1:09. 10 km
Miðvikudagur 12. nóvember. Rólegt í dag vegna Powerade á morgun. Fórum stuttan hring niður í Fossvogsdal ca. 6 km.
Mánudagur 10. nóvember. Ekkert hlaupið um helgina, en fórum norður til að hluta í sundur folald auk þess sem farið var á leiksýningu og í messu. Í dag var núllhlaupið og var farið heldur hratt af stað, en jafnaðist út um miðbikið. Málið var að halda bara uppi hraðanum, en fara samt ekki of hratt. Tók síðasta hlutann sennilega of hratt og var 20 sekúndum fljótari en ég ætlaði mér (42:48). Nokkuð gott samt.9 km
Miðvikudagur 5. nóvember. Æfing fyrir núllhlaup Ásdísar. Farinn vetrarhringur og hann tekinn á góðu tempói. Fór aukalega niður að brú og tók þetta 43:08. 9 kmMánudagur 3. nóvember. Lindahringir. Farið lengri leiðina um Mjódd og bevís upp á 4 hringi. Eftir þessa fjóra tókum við Siggi þórarins. einn til viðbótar. Alls um 8,5 km.
Laugardagur 1. nóvember. Hlupum að heiman og mættum skokkhópnum rétt austan við Breiðholtslaug. Stefnan tekin í austur, en hætt við að fara í Heiðmörk vegna mögulegrar hálku og þess í stað farið í Grafarholtið og þaðan í Grafarvog, gegnum Bryggjuhverfið upp með Elliðaánum og svo tókum við Sigrún strikið heim og fórum stíginn ofan við Bakkana. Alls 22 km.
Mánudagur 27. október. Hljóp ekkert í eina viku, enda skelltum við okkur til Berlínar í sögu- og menningarferð. Heppnaðist svona líka vel. Annars var í dag farið í Bakkabrekkunaog teknar fjórar ferðir. Bætti svo við hálfri svo mér yrði ekki kalt á meðan ég biði eftir hinum. Rólegt skokk hei, þaðan sem ég skokkaði á æfingu. Samtals rúmir 12 km.
Mánudagur 20. október. Lindahringir. Rólegt skokk um Mjóddina, en svo tók ég fjóra stóra hringi og einn lítinn í lokin svo mér yrði ekki kalt í frostinu. Tók vel á því á þriðja og fjórða hring. Ca. 9 km.
Laugardagur 18. október. Tókum seinnipartsskokk sömu leið og sl. laugardag. Fór vel af stað, en var svo slæmur í maga og tók stystu leið heim. Sigrún skokkaði aðeins lengri leið enda hressari. Ca. 14 km hjá mér og Jökli.
Miðvikudagur 15. október. Tók vetrarhringinn líkt og í sl. viku, en var nokkuð hressari en þá. Ca. 9 km.
Mánudagur 13. október. Skokkað rólega um Mjóddina í Lindir og tekinn einn stuttur hringur og þrír langir. Þetta tók vel á og gefur áreiðanlega vel. Teygjur og styrkur á eftir. 8,5 km.
Laugardagur 11. október. Hljóp úr mér harðsperrurnar frá því á fimmtudaginn með því að fara að heiman með Sigrúnu og áleiðis upp að Elliðavatni sunnanverðu. Hlupum meðfram vatninu og hefðbundna leið heim. Ágætt veður. 15 km.
Fimmtudagur 9. október. Fyrsta Powerade vetrarins. Veður var ekkert sérstakt, strekkingur af suðaustri með smá rigningu. Vindurinn að sama skapi í bakið á leiðinni niður eftir. Tók vel á því niður brekkurnar, en var eitthvað þreyttur í löppunum þó ég mæddist ekki mikið fyrr en rétt undir lokin. Varð að lokum á 44:19 sem er bara þokkalegt á þessari braut í þessu veðri. 10 km.
Miðvikudagur 8. október. Hatturinn tekinn og vetrarhringur. Tók ekkert sérlega mikið á því, enda Powerade á morgun. Sennilega um 9 km.
Mánudagur 6. október. Fórum stuttan rúnt í kringum hverfið með Jökul. 6,5 km
Miðvikudagur 1. október. Enn og aftur sama prógram í hólmanum. 11 km.
Mánudagur 29. september. Slepptum löngu hlaupi um helgina en fórum þess í stað í smalamennsku í Tungu. Dálítið hlaup og ganga. Annars var sama plan í dag og fyrir viku síðan nema að nú var hatturinn tekinn upp að stíflu. Var mjög hraður í fyrri hring en gaf svo eftir í eim seinni. Ágæt æfing samt. 11 km.
Miðvikudagur 24. september. Sama prógram og fyrir viku síðan í hólmanum. 11 km.
Mánudagur 22. september. Skokkuðum rólega neðri leiðina neðan við Bakkana upp að stíflu. Þar voru teknir tveir 2,5 km hringir. Nokkuð stíft, en hélt góðri ferð báða hringi. Efri leið um Hattinn heim. Ca. 11 km
Laugardagur 20. september. Skokkuðum að heiman með Jökul upp í Breiðholtslaug þaðan sem við fórum með skokkhópnum hefðbundna leið í Heiðmörk. Tókum styttri hringinn og enduðum sennilega í 21-22 km. Vorum frekar þreytt og þung, en gott samt að komast aftur í langhlaupagírinn.
Miðvikudagur 17. september. Farið í hólmann og teknar fimm áttur með nokkrum krafti. Alls um 11 km.
Mánudagur 15. september. Fossvogsdalur og sett fyrir 4 X 1km sprettir. Fór alla undir 4 tempói og þann hraðasta á 4:43. Arnar er að undirbúa sig fyrir Amsterdam og tók ég þessa hringi með honum. Tók svo auka hring á aðeins hægara tempói. Alls um 11 km.
Mánudagur 8. september. Farin hefðbundin mánduagsæfing í Fossvogsdal og haustmaraþonfarar látnir puða, en ég tók bara tvo 2 km hringi og einn 1 km hring. Tók nokkuð vel á því enda farinn að jafna mig. Alls um 11 km
Miðvikudagur 3. september. Skrapp með hópnum í hólmann. Tók tvo rúmlega 2 km hringi frekar rólega, enda enn að jafna mig eftir maraþonið. Björg Kr. var hress og löngu búin að jafna sig eftir þonið. Alls um 9 km.
Mánudagur 1. september. Það er búin að vera hlaupahvíld frá maraþoninu í rúma viku og ekki vanþörf á. Var mjög stirður fram á miðvikudag en á fimmtudag gat ég gengið eðlilega og beygt mig án þess að emja. Hlaupið í dag fór vel af stað, en þegar við vorum hálfnuð niður í Fossvogsdal Fékk ég krampatilfinningu í lærin og þarf því að fara mjög rólega af stað. Sleppti því að taka 2X2000 metra spretti og tók bara einn 1000 m rólega og teygði svo bara og tók því rólega. Komst svo á gott skrið á heimleiðinni og fann minna fyrir lærunum. Alls um 7 km.
Laugardagur 23. ágúst. Maraþonið gekk vel, þó ég næði ekki alveg tímanum sem lagt var upp með. Þó munaði ekki nema rétt um þremur mínútum. Lappirnar voru í sæmilegu standi og fann ég ekkert til í hnjánum, en mjaðmirnar svolítið stífar til að byrja með. Leið almennt vel í hlaupinu og næringin sennilega í góður standi auk þess sem ég er viss um að saltbelgirnir gerðu mikið gagn þar sem ég svitna almennt mjög mikið í hlaupum. Lagði upp með að fara á 4:45 tempói og gengu fyrstu tveir km upp á þeim hraða. Svo var bætt hressilega í þar til að ég ákvað að vera ekki að þessari vitleysu eftir ca. 8 km og halda mig nær 4:45. 10 km voru svo á rúmum 46 mín. sem var aðeins innan marka. Leið vel alveg að Kringlumýrarbrautinni, en brekkan upp hana og að 20 km markinu reyndi mun meira á en ég hafði gert mér grein fyrir. Fann fyrir mikilli þreytu eftir hana og fékk hlaupasting. Náði hálfmaraþoni á tilsetum tíma (besti tíminn í hálfmaraþoni!) 1:40, en hér fór einhver krampi í vinstra læri að gera vart við sig auk þess sem hlaupastingurinn vildi ekki fara. Var hér orðinn frekar þreyttur, og ákvað því að stoppa á 25 km drykkjarstöðinni og fá mér tvo saltbelgi, gel og tvö glös af vatni. Hresstist fljótlega auk þess sem elsku móðir mín stóð og klappaði fyrir mér hjá Fossvogsskóla. Brekkan upp úr Fossvogsdalnum gekk vel og hélt ég tempóinu enn vel þó þreyttur væri orðinn. Brekkan upp að Nauthólsvíkinni var svo sennilega banabitinn á þessari leið því ég tók hana af miklum krafti. Eftir drykkjarstöðina sem þar er skömmu síðar (ca. 31 km) fór að draga af mér og þurfti ég að hafa mjög mikið fyrir því að halda tempóinu. Eftir 35 km markið gat ég svo ekki hreyft lappirnar nógu hratt til að halda tempóinu vegna sársauka og fór því bara eins hratt og ég gat. Við ca. 37 km kom svo Sif hlaupafélagi minn á hjóli og hvatti mig áfram og braut vindinn sem var nokkur á þessum kafla. Frábært að fá svona stuðning! Eftir um km kom svo Ásgeir og tók við af Sif, en þau höfðu bæði nýlokið hálfmaraþoni (hresst lið!). Hann fylgdi mér svo alla leið í mark og sannfærði mig um að þetta væri hægt og hvað ég væri frábær og duglegur (makalaust hvað svona getur haft mikil áhrif). Ásgeir jók svo hraðann í lokin og ég reyndi að fylgja á eftir. Sá svo á garminum eftir á að síðsti km hefði verið nokkuð hraður. Á lokakaflanum í Lækjargötunni heyrði ég svo margar raddir hvetja mig áfram og þegar ég steig yfir 42 km mottuna hélt ég að hlaupið væri búið og stoppaði. Gekk svo nokkra metra, en fattaði þá að 200 metrar væru eftir. Gaf allt í botn á ný, en tapaði örugglega 20-30 sekúndum á þessu meðvitundarleysi. Lokatíminn var svo 3:23:47. Það tók svona ca. 10 mínútur að jafna sig, drekka og borða það sem í boði var. Átt svo von á Sigrúnu í mark og kom hún í mark á tæplega 3:32. Lenti í þriðja sæti íslenskra kvenna og fékk sér medalíu og pening í verðlaun. Húrra fyrir Sigrúnu!
Á mánudegi eftir hlaupið er ég enn með svakalegar harðsperrur framan á lærunum, verri en ég hef áður fengið. Þetta ætti að rjátlast úr manni þegar líður á vikuna.
Miðvikudagur 20. ágúst. Var að spá í að sleppa þessari æfingu, en sló samt til og mætti. Fann ekkert til í byrjun, en fann svo fyrir hægri mjöðminni auk þess að fá sáran sting í hægra hnéð. What the f...! Lagaðist svo þegar á leið. Annars var þetta bara létt skokk niður í Fossvogsdal þar sem teknar voru nokkrar styrktaræfingar og teygjur. Létt til baka. Alls 8 km. Nú er þonið um helgina og mikilvægt að hvíla vel og næra sig. Vonandi verða lappirnar til friðs eftir allar æfingarnar.
Þriðjudagur 19. ágúst. Fór í nudd í stað æfingar í gær, en Jökull kom með í Sigrúnar hring í dag. Rólegt, 6 km.
Laugardagur 16. ágúst. Komin á Meistaramót íslands í 11-14 ára flokki á Laugum í Reykjadal. Sigurður keppti og varð annar í 100 m hlaupi og langstökki þar (bætti sig í báðum). Tognaði svo í læri og gat ekki unnið 800 metrana sem hann ætlaði svo að vinna. En við Sigrún og Jökull skokkuðum 10 km og fórum upp á mitt maraþon tempó eftir 5 km og héldum því í 3-4 km. Alls 10 km í fínu veðri.
Fimmtudagur 14. ágúst. Tók vaxandi hlaup upp á maraþon tempó að heiman í ruslið í EH25 og þaðan í Fossvogsdal, út fyrir Kársnesið og heim. Þetta var erfitt m.v. hraðann sem ég var á. Vonandi eiga æfingarnar samt eftir að skila sér. Ég sennilega orðinn þreyttur og hné og mjaðmir að kvarta. Alls 13km.
Miðvikudagur 13. ágúst. Nú er maður farinn að sleppa úr degi og degi, enda maraþonið á næsta leiti. Fórum frá ÍR upp á grasvöllinn við Salalaug. Teknir sex hringir þar sem tempóið var aukið eftir 100 m í hvert skipti. Síðasti leggurinn var mjög hraður, e.t.v. of! Alls 9 km.
Mánudagur 11. ágúst. Fórum í vel heppnaða veiðiferð á Arnarvatnsheiði og því ekkert hlaup um helgina. Fór sjálfur í Fossvogsdal um miðjan dag og tók 6 km af sprettum, 1 km, 2 km og 3 km. Var frekar þungur og hefur félagaleysið eflaust haft sitt að segja. Hélt mig samt á 4:10 alla leggina en síðasti leggurinn var erfiður í þetta skiptið og þurfti ég að taka góðan sprett í endann til að ná honum í 4:10. Alls 13 km
Föstudagur 8. ágúst. Tók rólega æfingu og byrjaði á að viðra Jökul en hélt svo áfram eftir að hafa skilað honum heim. Fór klassíska leið í dalinn og fór svo yfir stokkinn yfir Elliðaár og svo spretthringinn Fossvogsdal og heim. Tók fyrstu 10 á 5:45 þá 3 km á maraþon tempói og svo 7 km á 5:03. Alls 21 km.
Fimmtudagur 7. ágúst. Fór eftir hádegi að heiman áleiðis upp í Elliðaárdal og tók þar maraþon-pace æfingu niðir dalinn og svo út fyrir Kársnesið og heim. Var nokkuð þreyttur og fann aðeins fyrir í mjöðmum og hnjám. Vona að það lagist. Alls rúmir 15 km.
Miðvikudagur 6. ágúst. Eitthvað nýtt! Skokkað frá ÍR niður að nýju tjörninni hjá Kópavogsvelli og teknir fljótir 600 m sprettir í kringum hana. Tók vel á því og fór hraðast á 3:29 pace-i. Alls 11 km
Þriðjudagur 5. ágúst. Við Jökull fórum í rólegt morgunskokk hringinn hennar Sigrúnar. 6 km.
Mánudagur 4. ágúst. Hittum Fjólu sem var í óvæntri heimsókn á Íslandi. Skoðuðum myndir frá Svíþjóð og alla langaði aftur! Farið enn og aftur í Fossvogsdalinn og teknir fjórir 2 km sprettir. Hægast fór ég fyrsta sprett á 4:01 pace-i en hraðast þann síðasta á 3:49. Góð en erfið æfing. Alls 17 km
Laugardagur 2. ágúst. Komin til Þorlákshafnar á Unglingslandsmót UMFÍ þar sem Sigurður keppti í nokkrum greinum og vann til verðlauna í langstökki og 100 m hlaupi auk boðhlaups. Ákváðum að taka langt þennan laugardag og lögðum af stað ásamt Mörtu, Bryndísi, Daníel Smára og Hrönn og Ásgeiri (og að sjálfsögðu Jökli). Hlupum út Þorlákshafnarafleggjarann og svo áleiðis til Eyrarbakka. Eftir að allir höfðu snúið við fórum héldum við áfram að Óseyrarbrúnni og snerum þar við. Hlupum smá spöl í sandinum, en hann var mjög þungur og fórum við því aftur upp á veg. Til að ná 36 km hlupum við svo fram og til baka í Þorlákshöfn (Jökull skilinn eftir eftir 25 km), sem er bara orðinn hinn snyrtilegasti bær.
Fimmtudagur 31. júlí. Pace-æfing úr vinnunni. Tók fyrstu 3 km frekar rólega niður að Rafstöðvarheimili (þar sem sigrún skildi garminn minn eftir. Eftir það var bara keyrt á maraþon tempói og hraðar alla leið heim (eins og sl. fimmtudag. Tók síðustu km af ákafa og var mjög þreyttur. Góð æfing og ætti að hafa þetta alla 42 km. Samtals um 21 km.
Miðvikudagur 30. júlí. Skokkað í hólmann og teknar nokkrar áttur (sennilega 6). Klúðraði garminum með því að ýta á vitlausan takka og því var5 mælingin ekki rétt. Fór hraðast 3:40 og heildarvegalengd sennilega um 11 km.
Þriðjudagur 29. júlí. Hljóp í hádeginu úr vinnunni og tók tvo stífluhringi í "rólegheitunum" 4:47 tempó. Frábært veður og ég ber að ofan! Rúmir 8 km.
Mánudagur 28. júlí. Farið í Fossvogsdal og teknir 7 km. Fyrst einn 1 km hringur og svo 3 2 km hringir. Var mjög léttur í eins km hringnum og tók hann á 3:37. Tók hina á innan við 4 pace-i. Alls rúmir 13 km.
Sunnudagur 27. júlí. Létt skokk eftir ánægjulega helgi á Laugardalsvelli þar sem Börkur keppti í mörgum greinum og vann t.a.m. silfur í stöng með 4:20. Fórum hringinn hennar Sigrúnar í kringum Linda- og Salahverfi og lengdum aðeins til að ná þessu í 7 km.
Laugardagur 26. júlí. Fórum að heiman með Jökul og upp í Breiðholtslaug þar sem hópurinn var að leggja af stað. Þau ætluðu einhverja aðra leið en hefðbundna í Heiðmörkina svo við fórum þá hefðbundnu svo Jökull gæti baðað sig og fengið að drekka. Fórum þetta bara í rólegheitum (rétt tæplega 6 tempó) og tókum m.a.s. bara styttri hringinn. Mættum Edda á leiðinni, en hann var nýlentur frá Indlandi þar sem hann tók þátt í Tíbetmaraþoninu. Fengum ferðasöguna á leiðinni til baka. Sóttum svo bílinn í Bakkahverfið og skelltum okkur á MÍ í frjálsum. 24 km.
Fimmtudagur 24. júlí. Tók tempóæfingu úr vinnunni. Byrjaði rólega eins og venjulega niður í Elliðaárhólma og jók svo hraðan þaðan. Fór út Fossvogsdalinn og áleiðis út í Skerjafjörð og sneri við rétt áður en ég kom að skítaturninum. Fór svo út Kársnesið og þannig heim. Var með stillt á autolap vip 1 km og hélt mig á innan við 4:40 en bætti í þegar ég hljóp út Kársnesið og endaði síðasta lappið á 4:21. Var eiginlega mjög þreyttur, en vona að þessi æfing hafi gefið vel. Hlaup á pace-in hafa verið ca. 17 km af ca. 21 sem hlaupinn var.
Miðvikudagur. 23. júlí. Frá ÍR í hólmann þar sem teknar voru sex áttur. 11 km
Þriðjudagur 22. júlí. Tveir Rauðavatnshringir. 7 km
Mánudagur 21. júlí. Að heiman í ÍR og þaðan í Fossvogsdal þar sem teknir voru þrír 2 km sprettir. Alls 15 km
Sunnudagur 20. júlí. Fór með Jökul hring um Linda- og Salahverfi saminn af Sigrúnu. 6,5 km.
Laugardagur 19. júlí. Teknir brekkusprettir í Tungu eftir að við höfðum farið með kaffi til vinnumanna í Barkarstaðaskógi. Skokkuðum þaðan að brekkunni upp að Tungu og sprettum alla leið upp ca. 1 km. Gerðum þetta fjórum sinnum. Þessi brekka er algert helvíti, en skilar vonandi einhverju. 10 km
Fimmtudagur 17. júlí. Nú skildi hlaupið langt og því var farið í Heiðmörk í frábæru veðri sem breyttist svo skyndilega í mígandi rigningu og kulda. Úr Heiðmörkinni fórum við svo í Elliðaárdalinn þar sem tekinn var 5 km hringur saminn af Sigrúnu. Enduðum í 35 km frekar þreytt en annars hress.
Þriðjudagur 15. júlí. Fórum á hin nýuppgerða frjálsíþrótta-/rugby-/fótboltavöll í Bergshamra og tókum átta 800 metra spretti. Got að hlaupa á mjúku tartani. 11,5 km.
Sunnudagur 13. júlí. Fórum snemma af stað í stutt skokk því fyrir lá að fara Ingólfi og Sönnu í sightseeing um Stokkhólm. Fórum sem leið lá í Ulriksdal þar sem skokkaður var hringur í garðinum og svo efri leiðin til baka um Bergshamra Center. 6 km.
Laugardagur 12. júlí. Komin aftur til Stokkhólms eftir frábæra ferð til Romholmen. Ákváðum að taka frekar langa æfingu og fórum því tvo hringi um Brunsvíkina auk þess að fara í Ulriksdal þar sem kóngurinn á sumarhöll. Fórum krókaleið í garði konungs og tókum út staðinn þar sem Sigurður veiddi Gös hér í den. Yndislegt veður og ekkert svo erfitt. 27 km. Hér er kort af þeirri leið:
Brunnsviken - Widget powered by EveryTrail: GPS Geotagging
Fimmtudagur 10. júlí. Síðasti hlaupadagur í Romholmen. Fórum sama hring og daginn áður en hægar og bara tvo. Meðalpace-ið var um 5:00 enda svolítil þreyta frá átökum miðvikudagsins. Rúmir 11 km
Miðvikudagur 9. júlí. Í dag var áætlunin æfing á maraþon pace-i. Rólegt skokk 2 km, eða eftir malarveginum okkar að malbikinu. Síðan teknir fjórir hringir hver um sig rúmir 3,5 km upp veginn í átt að Nyköping og skógarveginn til baka. Þetta urðu um 15 km á pace-i og 19 km með öllu. Frekar heitt og sólríkt en frábært engu að síður. Köld sundlaug og sjór á eftir.
Þriðjudagur 8. júlí. Frekar rólegt hlaup sama veginn en notuðum nú skógarveg sem okkur var bent á. Skemmtileg tilbreyting og mjúkt undirlag. Ahhh. Rúmir 8 km.
Mánudagur 7. júlí. Byrjað á að sækja Börk til Stokkhólms í brjálaðri rigningu og roki og hlaupið seinni partinn. Sami vegur og daginn áður en lengra í átt að Nyköping. Eftir 2 km upphitun var tekinn 2 km sprettur á 4:09 og eftir 400 metra létt skokk 1 km sprettur á 3:51 og að lokum 3 km sprettur á 3:58. Nokkuð góður hraði enda hitastig nær því sem er að venjast heima. Alls 11 km.
Sunnudagur 6. júlí. Etir mjög skemmtilegt afmæli Ingólfs frænda míns daginn áður (sem stóð reyndar frá hádegi og fram á nótt) var heilsan ekki alveg upp á það besta þennan sunnudagsmorgun, en samt ákveðið að drífa sig út og hlaupa þetta úr sér. Nú var að finna hlaupa leið í Romholmen, en það er staðurinn þar sem við vorum í Skerjagarðinum skammt frá Nyköping í viku. Það er eiginlega bara einn vegur og þennan morguninn var hann hlaupinn fram og til baka frekar rólega. 7 km á 5:30 tempói
Föstudagur 4. júlí. Náðum í dag að fara rétta leið í kringum Brunsvíkina og fórum því tvisvar . Hver hringur er rúmir 11 km og var því heildarvegalengdin 22,5 km. Þetta er mjög skemmtileg leið meðfram innilokaðri vík nálægt miðri borginni. Hlaupið er meðfram klettóttri strönd í gegnum garða og framhjá veitingastöðum. Afbragðsveður og okkur hlakkar til að fara í skerjagarðinn í dag.
Fimmtudagur 3. júlí. Komin til Svíþjóðar og best að halda dampi þar. Við Sigrún ætluðum að hlaupa hring um Brunsviken, en fórum snarvitlausa leið og enduðum á því að hlaupa ca. fram og til baka meðfram Eidsviken. Tókum á leiðinni fjóra 1 km spretti sem ég fór á 4 tempói og aðeins þar undir. Veður var gott og um það bil 20 stiga hiti. 13,5 km. Hér er svo kort af leiðinni
Þriðjudagur 1. júlí. Tók tvo hringi í Kringum Rauðavatn í hádeginu á 5:15 tempói. 7 km
Mánudagur 30. júní. Farið í hólmann og teknar 6 áttur. Hrönn ansi spræk, en náði henni í fimmta hring með nokkrum erfiðismunum. Var eiginlega búinn á því á þeim sjötta. 10,5 km
Sunnudagur 29. júní. Tók stuttan rúnt með Jökul og tók í leiðinni 1 stk. Digraneströppur. Tæpir 6 km.
Laugardagur 28. júní. Fór að heiman rétt fyrir 9 og skokkaði um Selhrygg með Jökul áleiðis í Heiðmörk. Fór hefðbundinn hring og skilaði Jökli heim eftir ca. 25 km og tók svo 5 km rúnt án hans um hverfið. Rúmir 30 km.
Fimmtudagur 26. júní. Svipað og sl. fimmtudag nema að núna tók ég 15 km á 4:40 eftir rúmlega 3 km upphitun. Gekk vel en var ansi þreyttur í sólinni og svitnaði eins og ég veit ekki hvað. Myndi varla halda þetta út í 42. Pace-ið þessa 15 var akkúrat 4:40 og vara bara nokkuð jafnt alla leið. Um að gera að læra á þennan hraða. alls 19,5 km.
Miðvikudagur 25. júní. Farið í Fossvogsdal og teknir tveir 2000 m hringir. Tók seinni skammtinn af krafti og fór á 3:54. Skokk til baka. 10 km.
Þriðjudagur 24. júní. Var furðu hress eftir átökin í gærkvöldi og tók tvo hringi í kringum Rauðavatn í hreint ágætu veðri. Þetta er alveg sæmileg leið þó ekki sé gaman að hlaupa á reiðstígum, eða þar sem hross hafa farið yfir (for that matter). Fór þetta á 5:20 án þess að finna neitt fyrir því. Um 7 km með því að fara hring á planinu.
Mánudagur 23. júní. Skelltum okkur í Miðnæturhlaupið í Laugardalnum í frábæru veðri. Var frekar orkulaus fyrir hlaupið, en um leið og skotið reið af fann ég að þetta yrði gott hlaup. Hef, að ég held, aldrei verið léttari á mér í 10 km hlaupi og var mjög hissa að eftir 1 km var pace-ið innan við 4:10 og ég fann bara ekkert fyrir því. Fyrri hringurinn var á ca. 4:10 og sá seinni ekki mikið hægari. Lauk svo hlaupinu á 42:05 sem er langbesti tíminn minn til þessa.
Sunnudagur 22. júní. Sigurður keppti á frjálsíþróttamóti um helgina og stóð sig mjög vel. Vann þrjú gull, í 800 m, langstökki og 100 m hlaupi. Frábært hjá honum! Við Sigrún skokkuðum upp í Álafosskvos og að Reykjalundi með Jökul í steikjandi hita. Náðum rúmum 6 km.
Laugardagur 21. júní. Við Sigrún hlupum að heiman með Jökul að Breiðholtslaug þaðan sem farið var í Heiðmörk. Flestir tóku lengstu leið, eða um Vífilsstaðahlíð, en við fórum hefðbundna leið með Svövu og Magga. Sigrún lengdi svo um 7 km eftir að við vorum komin heim. Ég hljóp rúmlega 28 km á tæplega 6 tempói.
Föstudagur 20. júní. Hljóp að heiman í vinnuna. Frekar hægt að mér fannst á jöfnum hraða. Hægt í dag var 5:27. Samtals 6,3 km
Fimmtudagur 19. júní. Hljóp úr vinnunni sem leið lá niður í rjóður þar sem ég hóf 11 km maraþon pace æfingu fyrir Kársnesið og heim. Þetta var OK til að byrja með en var farinn að þreytast undir lokin, samt ekki þannig að ég væri búinn á því. Meðal pace-ið var 4:37 sem er aðeins hraðar en ég ætlaði mér. Hlaup alls 15,2 km.
Miðvikudagur 18. júní. Fossvogsdalur var málið í dag. Einn tveggja km sprettur og svo skokkað út að brú og tekinn 3 km sprettur inn í hólma. Var á tæplega 3:55 pace-i í 2km sprettinum og alveg um 4 á 3 km. Hljóp það með Sigga Þ. sem gerði mér þann greiða að halda pace-inu jöfnu. 12,7 km
Þriðjudagur 17. júní. Skokkaði rólega að heiman með Jökul niður í Kópavogsdal þar sem við tókum einar Digraneströppur. Skokkuðum svo að Digraneskirkju og héldum svo til baka. Jökull var þreyttur eftir sveitadvölina og fannst þetta ekki mjög skemmtilegt. 6 km.
Sunnudagur 15. júní. Komin í Tungu til að setja niður tré og halda upp á 8 ára afmæli Björns Rúnars. Ákváðum að taka brekkur og fórum þess vegna út á veg. Skokkuðum niður að rimlahliði og svo upp á brekkubrún til að mæla leiðina. Skokkuðum svo aftur niður eftir. Á þriðju stiku á uppleiðinni frá rimlahliðinu var hraðinn aukinn og ekki hætt fyrr en á brúninni. Endurtókum þetta alls þrisvar sinnum. Rólegt skokk til baka efstir síðustu ferð. 9,4 km.
Föstudagur 13. júní. Keyrðum austur að Skógum ásamt Björgu, Hrönn og Maríu og hittum þar aðra ÍR-skokkar. Þaðan var farið í rútu í Bása þar sem ætlunin var að hlaupa yfir Fimmvörðuháls. Lagt var í'ann um sex leitið í góðu veðri, en þó leit út fyrir að þoka yrði efst á hálsinum . Ferðin gekk vel, ekki síst fyrir hvatningaróp eins hlauparans (Áfram ÍR! Koma svo! Þið getið þetta!). Kattarhryggir og Heljarkambur voru lítið mál, en þegar komið var yfir Bröttufönn var skyggni orðið lítið og auðvelt að villast ef stikur hefðu ekki á leiðinni. Þegar komið var að skálanum Fúkka var vegurinn tekinn í stað gönguleiðarinnar vegna lélegs skyggnis. Þegar komið var yfir göngubrúna var farið á göngustíginn enda útsýnið mjög fallegt. Lukum þessu á rúmur þremur tímum, frekar þreytt og ánægð. Sturta, súpa og brauð á eftir á Eddu hótelinu og svo keyrt heim. 22 km.
Fimmtudagur 12. júní. Skelltum okkur í Álafosshlaupið. Strekkingsvindur, en þurrt og bjart. Skemmtileg leið til að byrja með, en svo götur sem voru minna skemmtilegar. Töluvert á brattann að sækja til að byrja með, en svo niðrí mót restina. Hlaupið er 9 km langt. Slóð
Miðvikudagur 11. júní. Frá ÍR í Mjódd og á Kópavogsvöll þar sem farnir voru fimm 300 metra áfangar með 100 m hvíld. Fór reyndar 6 sinnum. Skokkuðum svo heim. 10 km Slóð
Þriðjudagur 10. júní. Stutt hlaup með stífan fót. Fór héðan úr Hádegismóunum í hádeginu niður í Elliðaárdal og tók einn stífluhring og svo til baka. Þetta tók um hálftíma og hefur líklegast losað 5 km.
Mánudagur 9. júní. Var enn með óþægindi í vinstri kálfa og dugir sennilega ekkert nema nudd til að lækna það. Fór samt á æfingu með það í huga að vera skynsamur og vera ekki með nein læti. Skokkað var upp að stíflu og teknir þar þrír stífluhringir sem hver er um 2,5 km. Margir fóru greitt af stað en ég og Maggi ásamt Arnari fórum hægar en bættum þó í þegar á leið. Síðasti hringurinn átti svo að vera hægur, en síðasti hluti hans var samt sá hraðasti. Skokkuðum svo rólega til baka. Rúmir 14 km.
Sunnudagur 8. júní. Tók pace æfingu að heiman. Ætlaði að halda 4.40 tempói, en var ekki með neitt nema úr þannig að tímatakan var kannski ekki nákvæm. Skokkaði rólega ca. 3 km og tók svo góðan áfanga frá Digraneskirkju fyrir Kársnesið og að Nesti í Fossvogi. Skokkaði svo rólega fá Nesti yfir brúna yfir Kringlumýrarbraut og tók svo ca. 3 km áfanga inn dalinn. Skokkaði svo rólega heim frá brúnni yfir Breiðholtsbraut. Fann nokkuð fyrir eymslum í kálfa vinstra megin en lagaðist þegar á leið. Er samt helv. aumur og þarf að kæla og nudda. 14 km. Vikan leggst út á 77 km
Laugardagur 7. júní. Að heiman í Breiðholtslaug en var farið niður Elliðaárdalinn til að tékka á 100 km hlaupurunum. mættum nokkrum sem voru hressir, enda rétt að byrja. Fórum þaðan í gengum Bryggjuhverfið, inn Grafarvoginn og upp brekkuna í Grafarholtið og alla leið áleiðis að tönkunum vestan við Geitháls. Þetta var massív brekkuæfing og tókum við vel á. Hér var beygt út af veginum og tekinn göngustígur sem liggur að Rauðavatni austanverðu. Fórum þaðan yfir í Norðlingaholtið og í gegnum hverfið inn á göngustíginn sem liggur meðfram Bugðu inn í Heiðmörkina. Hlaupið ansi þétt í gegnum Heiðmörkina þar til ég splittaði og fór styttri hringinn, þar sem ég hafði jú hlaupið að heiman. Þetta hefur endað í einum 33-34 km, sem er 6-7 lengra en ég ætlaði.
Fimmtudagur 5. júní. Við Jökull skokkuðum að heiman áleiðis í Kópavogsdal og tókum tröppurnar einu sinni og svo niður Digranesveginn og aftur heim. Þetta hafa verið ca. 6 km, eins og planið segir!
Miðvikudagur 4. júní. Skokkað í hólmann og farið í rjóður, svolítið neðar, sem við höfum ekki farið í áður. Þaðan tekinn einn 1,5 km hringur, en svo stutt og teknir þrír 900 metra hringir. var nokkuð sperrtur þó ég finnst fyrir stífleika í lærunum. Fann þó minna fyrir eftir því sem hraðar var farið! Rólegt skokk til baka. Alls 9,5 km
Mánudagur 2. júní. Frá ÍR skokkað í Fossvogsdal þar sem tekin var æfingin 1, 2 og 3. Fyrst tekinn 1 km hringur á 10 km tempói og síðan 2 km sprettur þar sem seinni km var tekinn svolítið hraðar en sá fyrri. Gæti trúað að tempóið hafi verið ca. 3:40. Að lokum var svo skokkað út Fossvogsdalinn út að brúnni yfir Kringlumýrarbraut og tekinn 3 km sprettur sem endaði í hólmanum. Tempóið þar í lokinn gæti hafa verið 3:50. Fann aðeins til í vinstri fæti í upphituninni en síðan ekki söguna meir. Hlaup voru rúmir 14 km.
Föstudagur 30. maí. Þar sem leið lá í Miðfjörðinn á laugardag var á kveðið að hlaupa langt á föstudegi. Ég hljóp að heiman með Jökul og Sigrún úr vinnunni og hittumst við í Elliðaárdalnum við malarstíginn neðan við Hólakirkju. Fórum það í Heiðmörk og tókum styttri hringinn. Hlupum svo niður Elliðaárdalinn og Fossvogsdal og þaðan í Auðbrekkuna að sækja bílinn í viðgerð. Þetta voru rétt tæpir 27 km hjá mér en sennilega um 29 hjá Sigrúnu. Þetta gekk vel enda fórum við rólega svo oftast. Fékk að vísu leiðindaverk í hnésbótina vinstra megin, sem ég vil meina að séu eftirköst boðhlaupsins frá miðvikudeginum. Annars er nú að hefjast 12 vikna prógramm fyrir RM. Vonandi að það gangi vel þó óþægindin í hnénu setji strik í reikninginn.
Miðvikudagur 28. maí. Hljóp beinustu leið í vinnuna ca. 7 km og hjólaði svo á æfingu eftir vinnu. Farið var um Mjóddina niður í Kópavogsdal og áð við brúna yfir lækinn rétt neðan við undirgöngin undir Dalbrautina. Þar fór fram boðhlaup. Hlaupnir voru tveir mismunandi hringir, alls þrisvar fyrir hvern hring. Maður fékk blóðbragð í munninn við áreynsluna, en þetta var skemmtileg tilbreyting. Í lokin fórum við eina ferð upp Digraneströppurnar, niður brekkuna og til baka sömu leið, alls 11 km. Sem sagt 18 km þennan daginn.
Þriðjudagur 27. maí. Ekkert hlaupið í gær vegna tónleika Bob Dylans. Dylan byrjaði stundvíslega kl. 8 og því ekki tími til að fara á æfingu. Annars stóð karlinn sig mjög vel. Í dag hjólaði ég sem endranær í vinnuna og hljóp svo heim úr vinnu, með smá útúrdúr. Tók tvo hringi ofan stíflu, byrjaði hjá Árbæjarlaug og hljóp svo niður með ánni norðanmegin og upp sunnan megin. Jók hraðann og tók síðasta sprettinn á ca. 80-90%. Skokkaði svo rólega heim hefðbundna leið, en jók þó hraðann síðustu 2-3 km. Alls 13 km á 55 mín.
Laugardagur 24. maí. Farið frá Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði um götur og stíga sem ég kann ekki að nefna áleiðis að Hvaleyrarvatni og Kaldárseli. Tókum Helgafell með og áttum m.a. misheppnaða tilraun til að fara niður af því sunnan megin. Fórum því aftur upp og niður hefðbundna leið. Hlaupið til baka veginn framhjá hesthúsunum og svo meðfram læknum alveg oní bæ. Mjög skemmtileg leið. Jökull kom með í fyrsta ÍR-skokk hlaupið sitt og stóð sig með prýði. Ca. 30 km.
Föstudagur 23. maí. Fór að heiman niður Kópavogsdalinn, út á Arnarnes og þaðan í gegnum Garðabæ um Nýju gatnamótin á Reykjanesbraut og heim. Giska á að þetta hafi verið um 10 km.
Miðvikudagur. 21. maí. GPJ ætlaði með okkur í á hælistúnið í boðhlaup, en ákvað á síðustu stundu að fara með okkur í hólmann, þar sem nýir skokkarar höfðu bæst við og ekki þótti tækt að láta þá í slíka þolraun á fyrsta degi. Dagskipunin var fimm litlir hringir. Hrönn G. hafði mælt þetta og er spretthringurinn um 500m en hinn um 400m. Tókum vel á því og átti ég góðan fimmta og sjötta sprett. Skokkuðum svo "rólega" til baka. Alls rúmir 11km. Fórum svo á John Fogerty um kvöldið, sem var í miklu stuði og skemmtum við okkur mjög vel.
Mánudagur 19. maí. Skokkað í hólmann og teknir 3 stórir (2,4 km) hringir. Fórum af stað í rólegheitum, en svo jókst hraðinn og endaði með spretti í lok þriðja hrings. Var stífur í hnjám og mjöðmum til að byrja með en lagaðist og fann ekki fyrir neinu í lokin. Alls 14 km.
Laugardagur 17. maí. Eftir að hafa komið að norðan með Börk Smára, sem var á leið til Parísar, fórum við Jökull af stað seinni partinn. Fórum niður Kópavogsdalinn og fyrir Kársnesið, inn Fossvogsdal og Elliðaárdal og svo stíginn ofan við bakkana og heim. Jökull stóð sig vel fyrir utan það að míga á ca. 250 metra fresti. Honum tókst að baða sig í þremur vatnsföllum á leiðinni; Kópavogslæk, Fossvogslæk og Elliðaánum. Gott að kæla sig þegar maður er klæddur loðfeldi. Hlupum alls ca. 16 km (ómælt).
Miðvikudagur 14. maí. Skokkað aftur í hólmann og dagskipunin 5 litlir hringir (áttur). Eftir fimm hringi tók ég þann sjötta á aðeins minna álagi en þann fimmta sem tekinn var með endaspretti með Edda. Hann vann . Annars var frábært veður, sól og lygnt. 12-13 km.
Mánudagur 12. maí (annar í hvítasunnu). Sigurður stakk upp á hvort hann ætti ekki að koma með mér á æfingu sem mér fannst alveg bráðupplagt. Honum fannst vegalengdin svolítið mikil því þessar æfingar eru með upphitun og til baka skokki 12-13 km. Skokkuðum að heiman í ÍR og svo þaðan með hópnum í Elliðaárdalinn. Teknir voru tveir stórir hringir (2,4 km) með vaxandi hraða. Fannst ég hress þó ég finndi fyrir smá taki í lærinu. Sigurður og Björg Gunnars. tóku einn stóran hring og tvo minni og stóðu sig mjög vel. Sigurði fannst þetta frekar lengt og hefur hann aldrei hlaupið svona langt fyrr. Gott hjá honum. Þetta hafa örugglega verið um 13 km.
Laugardagur 10. maí. Hljóp að heiman að Breiðholtslaug þar sem hópurinn lagði af stað kl. 9. Fórum sem leið lá í Heiðmörkin, hefðbundna leið. Var framarlega með þeim sem eru þar oftast og fór frekar greitt. Nokkrir ákváðu svo að fara Vífilsstaðahlíðina eins og sl. laugardag, en við Pétur, Maggi og Þórður fórum venjulega leið og við Pétur svo sunnan megin Elliðavatns og í gegnum Kórana og heim. Tókum síðasta legginn á góðum hraða og enduðum í ca. 25 km.
Fimmtudagur 8. maí. Við Börkur drifum okkur í Icelandair hlaupið. Veður var mjög gott, eiginlega of gott. Vorum frekar framarlega í startinu og utarlega. Töfðumst ekki mikið í byrjun og komumst á gott ról. Sá Edda ca. 50 metrum fyrir fyrir framan og ákvað að láta hann ekki fara mikið lengra frá mér því ég vissi að hann færi eflaust á undir 30 mín. eins og ég ætlaði mér. Börkur var bara góður á þessu róli og mjög léttur þrátt fyrir veikindi undnafranar vikur. Á Hringbrautinni var mjög heitt enda algert logn og bættum við aðeins í enda bilið í Edda að aukast. átti svi fínan endasprett frá Valsheimilinu og í mark og fór fram úr þó nokkrum á þeirri leið. Tíminn 29:20, sem ég var bara ánægður með. Börkur kom alveg á hælana á mér á 29:24.
Miðvikudagur 7. maí. Fórum í hólmann í fyrsta skipti þetta árið. Teknar voru fimm áttur með nokkrum krafti. Var ekki að taka á öllu því stefnan var tekin á hlaup á fimmtudag. Gott að hlaupa á mjúkum stígunum. ca. 10 km
Mánudagur 5. maí. Farið í Fossvogsdal og tekinn einn 2 km sprettur og tveir 1 km sprettir. 2 km spretturinn var ansi hraður ca. 8:12 og held ég að hinir tveir hafi ekkert verið mikið hraðari þó þeir hafi átt að vera það. Það var rigning en frekar heitt. 11 km.
Laugardagur 3. maí. Hljóp að heiman (einn ) og upp í Breiðholtslaug (ca. 3,5 km) en þaðan var haldið í Heiðmörk. Þegar komið var í Norðlingaholtið fór hraðinn aðeins að aukast og var sprett nokkuð úr spori þar til tekin var drykkjarpása á hefðbundnum stað. Þar stakk Gauti upp á að við færum aðeins lengra eða um Vífilsstaðahlíðina og lofaði hann að farið yrði rólega. Það stóðst svona ca. fyrsta km en eftir það jókst hraðinn. Tempóið var samt gott og drógumst við Siggi, Björg, Ásgeir og Ásdís aldrei langt aftur úr. Á leiðinni, sem ég hef ekki hlaupið áður, voru nokkrar ansi strembnar brekkur sem ég gæti trúað að væru góðar fyrir Laugavegsfara. Ég stytti mér leið heim eftir að hafa hlaupið með Björgu umhverfis Vífilsstaðavatn og endaði í 29 km.
Miðvikudagur 30. apríl. Fórum í Digraneströppurnar. Aðeins önnur útfærsla en venjulega þar sem byrjað var á brekku og síðan teknar tröppur niður og upp og niður og brekka og tröppur niður og upp og niður og brekka og tröppur niður. Helvíti erfitt eins og venjulega. Sennilega tæpir 10 km, en tók verulega á.
Mánudagur 28. apríl. Skokkað í Fossvogsdal og teknir fimm 1.000 metra sprettir. Fann fyrir stífleika í löppunum eftir Esjuferðina og þ.a.l. svolítið seinn af stað. Fylgdi Björgu, Sigga Magga og Edda og var fyrsti spretturinn ca. 4:10, en sá síðasti frekar hraður eða 3:43. Hélt ég væri svona lélegur að geta ekki almennilega haldið í við Björgu og Magga, en þá var skýringin sú að Maggi dró okkur áfram á ógnahraða. 12 km.
Laugardagur 26. apríl. Skokkuðum að heiman í Breiðholtslaugina þar sem skokkhópurinn hittist kl. 9. Margir að koma úr maraþonum og því átti þessi æfing að vera frekar létt og ekki löng. Við vorum samt búin að ákveða að fara ca. 25 km. Það var farið ansi hratt af stað og fannst Sigrúnu, aldrei slíku vant, hratt farið yfir. Ég hélt í GPJ og co að drykkjarlundinum í Heiðmörkinni, en beið eftir Sigrúnu þar og hlupum við restina saman - ein. Fórum sem samt sagt stóra hringinn í heiðmörkinni og svo heim um Seljahverfið. Garmurinn var bilaður, en okkur reiknaðist svo til að þetta hefðu verið 25-26 km. Vorum bara helvíti brött þrátt fyrir eymsli eftir niðurhlaupið í Esjunni. Það má eiginlega segja að ég hafi verið hressari í löppunum en Sigrún þrátt fyrir Víðavangshlaupið.
Fimmtudagur 24. apríl (sumardagurinn fyrsti). Byrjuðum daginn með Esjuferð. Vorum mætt upp úr kl. 9 og gengum hratt af stað og hlupum svo fljótlega eftir það. Mér fannst þessi fyrsta ferð ársins nokkuð auðveldari en fyrstu ferðir fyrri ára. Var samt drulluþreyttur við Steininn eftir góðan sprett upp síðasta spölinn. Þrusuðum okkur svo niður, sem tók eiginlega meira á.
Eftir að hafa jafnað sig aðeins og fengið sér að drekka drifum við okkur í bæinn til að taka þátt í Víðavangshlaupi ÍR (5 km). Við Sigurður tókum þátt í góðu veðri þótt blástur væri nokkur. Var ansi hress fyrstu metrana, en fann fljótt fyrir svolítilli þreytu eftir Esjuna. Horfði því á eftir mörgum rjúka af stað og fannst ég vera frekar aftarlega m.v. það sem mér fannst ég eiga að geta. En eins og oft áður bætti ég í þegar leið á hlaupið og fór fram úr mörgum eftir fyrsta hring. Átti meira að segja smá endasprett þar sem ég tók tvo í Tjarnargötunni. Endaði svo á 21:50 sem var bara þokkalegt eftir það sem á undan var gengið. Sigurður stóð sig fantavel og var bara um mínútu á eftir pabba sínum eftir hrikalegan endasprett sem sýndi að hann á að geta mun betur. Flott að taka fyrsta alvöru götuhlaupið með stæl og hafa gaman af. Nú stefnir hann á Hérahlaupið í Kópavoginum.
Mánudagur 21. apríl. Fórum án þjálfarans í Fossvogsdalinn og tókum fimm 1.000 metra spretti. Þetta gekk vel þó ég hafi verið nokkuð þreyttur. Fann fyrir verk í lærinu vinstra megin sem ágerðist eftir því sem ég tók meira á. Hef sennilega farið of greitt. Í dag þriðjudag finn ég ekki fyrir þessu þannig að vonandi er þetta farið. Ca. 11 km.
Laugardagur 19. apríl.Fórum í sveitina og hlupum úr Tungu fram Austurárdalinn og Lomberveginn í Núpsdalinn að Efra-Núpi. Svo veginn alla leið til baka. Veður var gott, en mestmegnis sólarlaust. Vegurinn í Austurárdalnum var mjúkur og svolítil drulla á Lomberveginum. Jökull skokkaði með og stóð sig vel. Fannst frekar leiðinlegt frá Torfastöðum og heim enda við þá á meiri siglingu og hann orðinn svolítið þreyttur. Rúmir 20 km (m.v. að í fyrra var farin styttri leið).
Miðvikudagur 16. apríl.Farin styttri leiðin í tröppurnar hvar teknar voru tvær tröppur og tvær brekkur. Skokkaði svo niður brekkuna í stað trappanna í síðustu ferðinni. Þetta var drulluerfitt eins og venjulega. Ca. 9 km.
Mánudagur 14. apríl.Ekkert hlaupið sl. viku, fyrst vegna ælupestar og svo vegna fermingarundirbúnings. Í dag var farið í Fossvogsdalinn og teknir tveir 2 km sprettir. Fyrri hringurinn var á ca. 10 km tempói en sá síðari öllu hraðari. Alls tæplega 11 km
Föstudagur 4. apríl.Til að eiga laugardaginn frían var ákveðið að skella sér í langt hlaup á föstudegi. Hittum Jóku við Glæsibæ og hlupum þaðan í gegnum Grasagarðinn og út á Sæbraut. Jóka var eitthvað slæm í maganum og ákvað að hætta við gamla útvarpshúsið og lét Dóra sækja sig. Við Sigrún héldum áfram og hlupum áfram í vesturátt meðfram sjónum og út á Seltjarnarnes. Styttum okkur leið yfir Lindarbrautina og hlupum svo meðfram sjónum þeim megin til baka út í Nauthólsvík. Eftir Ægissíðuna var orðið mjög napurt á móti og ákváðum við því að taka stystu leið úr Nauthólsvík í Glæsibæ. Sikksökkuðum í gegnum Hlíðarnar og þá leiðina til baka. Vorum orðið helvíti köld á áfangastað en OK. Samtals voru þetta 22 km.
Miðvikudagur 2. apríl. Fórum lengri leiðina um Mjóddina áleiðis að Digraneströppunum. Farin voru tvö sett, tröppur upp, tröppur niður, brekka upp, tröppur niður, tröppur upp, tröppur niður, brekka upp, tröppur niður. Seinni tröppuferðin upp var erfiðari þar sem farið var í aðra hverja, og brekkurnar tóku á. Fannst ég vera sæmilega hraður þó þetta væri djöfull erfitt. Rúmir 9 km
Mánudagur 31. mars. Hlaupið upp að stíflu og hlaupnir tveir 2,5 km hringir, með álagi, upp að Árbæjarlaug og til baka norðan megin við lónið. Fyrri ferð var erfið - og hröð. Seinni ferð var líka erfið en ekki eins hröð. Góð æfing. Létt skokk til baka, 11-12 km.
Laugardagur 28. mars.Hlupum að heiman kl. 9 til að mæta á æfingu kl. 9.30. Þurftum að taka á okkur krók til að koma ekki of snemma og vorum við búin með tæpa 5 km þegar við komum að lauginni. Skokkuðum svo með hópnum niður Elliðaárdalinn vestan megin áleiðis niður í Fossvogsdal þar sem vormaraþonið var byrjað. Snerum við í Nauthólsvíkinni (hjá drykkjarstöðinni) og mættum svo fyrstu hálfmaraþonurunum hjá Fossvogsskóla. Dóluðum okkur svo heim í gegnum Mjóddina. Samtals rúmir 21 km.
Miðvikudagur 26. mars. Æfing þar sem Parísarfarar tóku því frekar rólega, en við hin tókum einar Digraneströppur og eina brekku. Tók á, en ekkert hræðilegt. Fórum svo á völlinn og tókum einn hraðan hring. Létt skokk til baka um Mjóddina. Sennilega 11-12 km.
Miðvikudagur 19. mars. Við Sigrún fórum ásamt Jökli úr Háulindinni upp í gegnum Sala og Kórahverfi og svo gangstétt meðfram Vatnsendavegi. Hlupum svo í gegnum hverfið niður að Elliðavatnsstíflu og þaðan að stígnum í Elliðaárdal. Hlupum svo hefðbundna leið í gegnum Seljahverfi og heim. Jökull stóð sig vel og var laus stóran hluta leiðarinnar. Fannst þetta samt frekar leiðinlegt undir lokin. Ca. 10 km.
Fimmtudagur 13. mars. Powerade í góðu veðri. Var frekar slappur með smá hósta og jafnvel hitavellu, en skellti mér nú samt. Sá þá sem ég þekki þjóta af stað, en ákvað að vera skynsamur og taka þetta á seiglunni og auka hraðann niður brekkur. Át smátt og smátt upp þá sem voru næst fyrir framan mig og átti ágætan endasprett þar sem ég tók fram úr tveimur sem dirfðust að fara fram úr mér í brekkunni góðu. Tíminn var 45:30 sem telst bærilegt miðað við aðstæður.
Miðvikudagur 12. mars.Hlaupin stysta leið á Kópavogsvöll hvar teknir voru 5 hringir þar sem fyrstu hundrað voru á hægu skokki og 300 með álagi. Flestir lengdu á bakaleiðinni en ég skellti mér stystu leið því Sigrún þurfti að komast í hjúkkuklúbb kl. 7. Ca. 8 km
Mánudagur 10. mars. Farið í Fossvogsdal og teknir þrír 2 km sprettir. Var bara nokkuð ánægður með formið og er að koma til baka eftir að hafa verið hálf aumingjalegur eftir allt árshátíðastandið sl. mánuð. Þetta gætu hafa verið 12 km.
Föstudagur 7. mars. Við Sigrún ákváðum að taka langt á föstudegi í stað laugardags vegna helgaranna. Lögðum af stað frá Laugardalshöll og niður á Sæbraut. Hlupum meðfram sjónum út á Eiðistorg, svo Ægissíðuna inn í Fossvog og Kársnesið í lokin. Það var ágætt veður en snjókoma allan tímann og dálítið slabb. Ég var frekar hress en Sigrún alveg búin að vera í þetta skiptið þrátt fyrir að vegalengdin væri ekkert ofurmannleg, eða rúmir 22 km. Mikið að gera hjá henni þessa vikuna og hálfslöpp með hósta.
Miðvikudagur 5. mars. Lindahringir. Hlaupið um Mjóddina í Lindahverfið. Farnir 5 hringir sem gengu sæmilega. Ekkert rosa hress samt. Til baka um byggingasvæði nýja verslunarkjarnans, sem kallast Lindir og út á Dalveg og um Mjóddina til baka. Sennilega 11 km.
Mánudagur 3. mars. Farinn venjulegur vetrarhringur. var frekar stirður og hefur laugardagurinn sennilega setið eitthvað í mér. Fór hægt af stað en náði að halda í og nálgast aðeins þá sem ég hef fylgt í vetur. Greinilegt er samt að Parísarfarar eru komnir í gott form og eins víst að þau fari að stinga mig af. Skildist að þau sem voru um 1 mín. á undan mér hafi verið á ca. 46 mín. Ágætt m.v. hve hægt var farið af stað.
Laugardagur 1. mars. Var lasinn á mánudag og í Höllinni að fylgjast með Berki og Sigurði á miðvikudag þannig að vika leið á milli hlaupa. Var mun hressari þennan laugardaginn en síðast. Mættum kl. 9, en almenn mæting var víst ekki fyrr en kl. 9.30. Skokkuðum því hring í efri hluta Elliðaárdals og vonum mætt aftur við laugina rúmlega 9.30. Þaðan var haldið niður í Elliðaárdal og skokkað vestan megin ár og niður í Fossvogsdal og út með Fossvoginum. Við Sigrún og Björg snerum svo við þegar komið var út fyrir Nauthólsvík og skokkuðum sömu leið til baka. Nærði mig og drakk reglulega úr öllum 8 brúsunum. Var með tvö gel og tvo brúsa með Resorb. Þetta dugði vel og leið mér vel næstum allan tímann. Þetta tók um 3 tíma með öllu og hlupum við 26 km.
Laugardagur 23. febrúar. Sleppti miðvikudagsæfingunni vegna laseraðgerðarinnar sem var sama dag. Það var skemmtilegt að fara út að hlaupa án gleraugna í fyrsta sinn síðan ég var 16 eða eitthvað. Því miður snjóaði ekkert eða rigndi þannig að ég fann ekki alveg muninn við þess konar aðstæður. Farið var frá Breiðholtslaug kl. 9 upp að Breiðholtsbraut og svo hlaupið niður dalinn, yfir Miklubraut, Langholtsveg og Laugarásveg að Laugardalslaug. Varð helvíti slappur eftir stoppið þar og jafnaði mig eiginlega ekki almennilega restina af hlaupinu sem var meðfram Sæbraut, upp Snorrabraut í Nauthólsvík og Fossvogsdal til baka. E.t.v. var ég að byrja að verða slappur af flensu, en svona magnleysi er alveg ferlegt. Ca. 23 km.
Mánudagur 18. febrúar. Ekkert hlaupið í viku vegna skíðaferðar til Akureyrar. Fórum norður í Tungu á þriðjudagskvöldi og komum heim á sunnudagskvöld. Vel heppnuð ferð með Einari og fjölskyldu. Færið var hart en skánaði þegar líða tók á. Skíðuðum frá miðvikudegi fram á laugardag og borðuðum góðan mat og spiluðum. Annars var hlaupið í dag frá ÍR að Elliðaárstíflunni og teknir tveir hraðir hringir í kringum lónið. Skokkað til baka. Við Sigrún vorum hálf stirð og þung og fórum því ekkert sérlega hratt. Tókum samt sæmilega á því. Tæpir 12 km.
Mánudagur 11. febrúar. Aftur sami mánudagshringur og undanfarið. Færið var mjög þungt, en ég ekkert sérlega þungur til að byrja með. Þegar líða tók á fór djamm helgarinnar sennilega að hafa áhrif. Breytti því um hlaupastíl til að halda hraðanum, hallaði mér meira fram og hendur niður með hliðum. Gekk ágætlega þar til mér fór að líða skringilega í höndunum. Held ég hafi verið á þokkalegum tíma þrátt fyrir allt. 10 km.
Miðvikudagur 6. febrúar. Hljóp ekkert frá sl. miðvikudegi, en hef hjólað nokkrum sinnum í snjónum og er það hreint ágæt æfing. Sennilega er það ástæðan fyrir því að ég var svo hress í brekkunum í Bökkunum eins og raun bar vitni. Farnar voru sex ferðir og var ég svolítið seinn á æfingu vegna ófærðar. Missti af hópnum og hljóp því einn frá ÍR upp að brekku, kannski svolítið hratt og var því ansi þreyttur þegar í fyrstu ferð. Hópurinn var lagður af stað á undan mér og reyndi ég því að ná mínum jafningjum og tókst það í 3. eða 4. ferð. Fór svo furðuhress fram úr þeim. Var samt drulluþreyttur á uppleiðinni en píndi mig sem mest ég mátti. Hlaup í dag voru um 12 km ásamt hjólreiðum í og úr vinnu, reyndar eins og oftast.
Miðvikudagur 30. janúar. Farnar 5 heilar ferðir í Bakkabrekku og var ég aðeins hressari en síðast. Fimmta ferðin var þó helv. erfið. Fór svo hálfa ferð á fullu, en hitti þá Sigrún og Guðbjörgu á niðurleiðinni og kláraði 6. ferðina með þeim. Hjólaði eins og venjulega, en færið erfitt þessa dagana. Þetta styrkir samt. Ca. 5 stiga frost, en á að kólna meira á föstudag og laugardag, líklega niður fyrir 10 stig. 10 km+
Mánudagur 28. janúar. Vetrarhringurinn tekinn með trukki. Fannst ég eins og oft áður vera frekar þreyttur um miðbikið en átti meira inni en flestir og átti góðan endasprett. Munaði þar miklu að ég reyndi að anda dýpra og lengra þegar þreytan ætlaði að taka völdin og hafði það sitt að segja. 10 km.
Miðvikudagur 23. janúar. Fyrir 35 árum síðan ég átti að fara í leikfimi í Vestmannaeyjum en endaði í Reykjavík. Man það eins og gerst hefði í gær. Brekkusprettir í Bakkabrekku. Fórum 5 heilar ferðir og bætti svo hálfri sjöttu við. Hefði mátt vera búinn að æfa meira því þetta var drulluerfitt. Sennilega um 10 km.
Mánudagur 21. janúar. Heldur stopul hlaupin þessa dagana. Fórum hefðbundinn vetrarhring í frekar leiðinlegu veðri. Farið að hvessa og rigna eftir kulda og snjó undanfarnar vikur. Fór mér frekar hægt og þandi mig lítið. Var reyndar frekar aumur í löppunum eftir frjálsíþróttamótið þar sem ég mældi langstökk í gríð og erg. Telst til að að hafi beygt mig um 200 sinnum á stuttum tíma, sem hafði sitt að segja. Hef reyndar hjólað flesta daga, en í morgun var sá alerfiðasti þar sem stígar voru illa mokaðir og snjórinn laus í sér. Var morgunferðin því eins og góður spinning tími. Hlaup 10 km.
Mánudagur 14. janúar. Sami hringur og sl. mánudag. Fór mun hægar af stað og tók svo vel á því undir lokin og dró uppi nokkra hlaupara. 10 km
Fimmtudagur 10. janúar. Powerade. Nokkuð gott veður en stígurinn frekar háll sem dró nokkuð úr hraðanum. Reyndi að gefa í niður brekkurnar og hefði eflaust getað gert betur ef færið hefði verið betra. Var orðinn nokkuð andstuttur í lokin og þreyttur en reyndi þá að breyta önduninni og fór þá aðeins að ganga betur. Þarf að passa að verða ekki of andstuttur í þessum hlaupum. Tíminn þokkalegur eða 46:05.
Mánudagur 7. janúar. Lengdur vetrarhringur sem nú virðist vera orðinn standard. Fylgdi GPJ og vorum við komnir á siglingu eftir einungis 1-2 km. Fórum svo á gott skrið á stígnum á milli Bakka og Berga og þá varð ekki aftur snúið. Þetta var eiginlega frekar hratt en ég réði bara þokkalega við hraðann en var orðinn þreyttur í lokin og hefði ekki getað bætt mikið í. Tæpir 10 km
Laugardagur 5. janúar. Frá Breiðholtslaug meðfram Breiðholtsbraut austur fyrir Rauðavatn, í Grafarholtið, gengum Grafarvog, út fyrir Hamrahverfi, meðfram sjónum að rafstöð, upp dalinn norðan megin og svo sunnan megin frá Árbæjarlaug og að Breiðholtslaug. Frábært veður, um frostmark og stillt. Sennilega um 21 km.
Miðvikudagur 2. janúar. Ekkert hlaupið yfir hátíðirnar, sem var bara ágætt, hvíldin vel þegin. Fórum þennan daginn í Bakkabrekkuna og teknar ferðir. Fannst ég vera þungur og með verk í hnésbótinni, en var furðuhress þrátt fyrir það. Fór af stað þó nokkuð á eftir fyrstu mönnum, en nálgaðist þá furðu mikið í ferðunum fimm. Hlaup 10,5 km.
Flokkur: Bloggar | Þriðjudagur, 8. janúar 2008 (breytt 9.1.2009 kl. 10:56) | Facebook