Hann er 6 ára í dag
Föstudagur, 16. júní 2006
Björn Rúnar er 6 ára í dag, ekkert smá stór! Fékk fótboltaskó, Breiðabliksbúning, hjálm, tindáta, löggudót og pakka með ýmsu dóti frá Wales! Var ekkert smá ánægður. Og nú líður að afmælisveislu með tilheyrandi: Batman kakan klassíska og væntanlega verða límdir halar á belju. Á morgun 17. júní verður svo fjölskylduafmæli. Vonandi koma afi og amma og nokkrir vinir. Komum til með að sakna allra útlendinganna okkar í Wales og Svíþjóð.
Annars fer að líða að því að Ingólfur og Sanna mæti á svæðið og erum við farin að hlakka til. Veðrið hér á Fróni mætti að vísu vera betra, en það er ekki hægt að fara fram á allt; sól og blíðu og ferskan útsynning með öllum sínum kostum .
Er að verða svartsýnn á Laugavegshlaupið í ár því ökklinn er ennþá bólginn og aumur. Verð að eiga það inni. Læt samt slag standa ef ég kemst á skrið eftir helgi.
Jökull er búinn að vera lasinn, með hita og eyrnabólgu. Já, það má segja að þetta sé fjórða barnið. Hann er kominn á penisillín og eyrnadropa og vonandi fer þetta að lagast. Greyið er mældur kvölds og morgna og hefur verið með 39,5° hita. Sjáum hvort fúkkalýfið virki ekki yfir helgina. Meira síðar og ég lofa að setja inn myndir um helgina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.