Meiri fréttir - loxins
Þriðjudagur, 13. júní 2006
Þá er eldhúsið loksins að klárast. "Bara" eftir að smíða ljósakappa, flísaleggja veggi og annað smálegt. Nokkurn tíma tók það húsbóndann að koma uppþvottavélinni fyrir og viftan var öllu erfiðari þar sem hin svokallaða laghönd þurfti að leggja hönd á plóg. Sigrún var ekkert voða ánægð því ég fyllti eldhúsið enn einu sinni af sagi. Ég lofa að að það gerist bara einu sinni enn .
Annars er ég hættur að hlaupa í bili því ég lufsaðist til að snúa mig í Esjunni fyrir rúmri viku síðan. Vorum í á niðurleið í annari ferð þegar stór steinn þvældist fyrir mér. Sparkaði í hann með hægri og missteig mig í leiðinni á vinstri. Ökklinn er því búinn að vera tvöfaldur síðan. Sleppi því Mývatnsmaraþoni en stefni á að komast á Laugaveginn.
Set inn myndir eftir hentugleikum.
Athugasemdir
Hlakka til að sjá myndir!
Ólöf hjúkka, 14.6.2006 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning