Skemmtilegt að bíða

Fólk að bíða á laugardaginnFór í gær að skrá syni mína og vini á sumar- og ævintýranámskeið hjá KFUM í Vatnaskógi. Mættum um kl. 2 og var þá margt um manninn. Komumst fljótt að því að á undan okkur voru um 100 manns og því ljóst að við yrðum að bíða nokkuð lengi eftir því að komast að. Á sama tíma var í gangi vorhátið KFUM sem var óvænt skemmtun. Biðin sem okkur sýndist að yrði leiðinleg og löng varð því skemmtileg enda magt góðra skemmtiatriða. Á skjá við hliðina á sviðinu gat maður svo fylgst með hvar í röðinni maður var og því notið skemmtiatriðanna áhyggjulaus yfir því að mæta of seint í skráninguna með númerið sitt. Frábær framkvæmd hjá þeim KFUM mönnum.  Sigurður komst svo í Vatnaskóg 11.-17. júlí og Björn Rúnar á ævintýranámskeið á svipuðum tíma.

Í dag skelltum við okkur svo á matarsýninguna í Smáranum. Mest bar á tilbúnum pítsum og öðru jukki. Keypti samt gómsæt laxahrogn úr Eyjafirði og fékk gefins kæfu og pylsur frá Goða. Eyfirðingarnir voru frumlegastir þarna. Buðu  m.a. upp á frábæra saltfiskrétti og bláskel. Tvíreykt hangiket smökkuðum við líka og var það aldeilis frábært. Sigurður kom út með fimm poka af örbygjupoppi og slatta af blöðrum.

 Hljóp 21km í gær og er að spekúlera að setja upp hlaupadagbók hér á síðunni til að fylgjast með magni æfinga. Var frekar þungur sérstaklega í Fossvogsdalnum en varð léttari eftir að ég kom fyrir Kársnesið. Hljóp sem sagt að heiman upp í Víðidal, niður Elliðaárdalinn, í gegnum hólmann, út Fossvogsdalinn, fyrir Kársnesið, inn Kópavogsdalinn og aftur heim. Góður rúntur, en svolítið erfiður síðasta spölinn.

Börkur á rafgítarBörkur  tók miðprófið í gítarnáminu á föstudaginn og gekk vel að eigin sögn. Ég get vel trúað því, því hann var búinn að æfa sig gríðarlega mikið. Þetta eru því orðin 7 ár sem drengurinn er búinn að læra á gítar og er hann orðinn mikill snillingur á þessu sviði. Til hamingju með þennan áfanga Börkur minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband