Ársafmæli hlaupadagbókarinnar

Ógeðslega erfitt! Þá er liðið um það bil eitt ár frá því að ég hóf að skrá hlaup reglulega á hér á bloggsíðuna (Hlaupadagbók í vinstri dálki). Á þessu ári er ég búinn að leggja að baki 1.342 km sem er 3 km lengra en Hringvegurinn - eftir styttingu. Þess ber að geta að ég missti úr næstum þrjá mánuði eftir að hafa tognað illa í Esjunni í byrjun júní í fyrra, en þá var Laugavegsundirbúningurinn í fullum gangi. Sumar vikur hafa verið slappar en aðrar betri og fór ég mest í 94 km fyrir um tveimur vikum eða svo, enda undirbúningur fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið í fullum gangi. Að auki hef ég verið frekar duglegur að hjóla í vetur og notað þann ferðamáta ca. fjórum sinnum í viku frá því í september, sem eru álíka margir kílómetrar og ég hef hlaupið eða um 1.400.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband