Færsluflokkur: Íþróttir

Hlaupasumarið 2006

Í mark

Jæja, þá er undirbúningur fyrir hlaupasumarið 2006 í fullum gangi (Mývatnsmaraþon, Laugavegurinn og Reykjavíkurmaraþon t.a.m.). Hlaupum svona 40-50 km á viku en þurfum að fara að auka það smátt og smátt þegar liða tekur að sumri. ÍR-hópurinn gefur gott aðhald á mánudögum og miðvikudögum þegar teknar eru alls konar styrktar- og þrekæfingar. Þá er hlaupið upp og niður tröppur, brekkur o.s.frv. Á laugardögum er svo hlaupið lengra ca 20-30 km. Í apríl bætum við svo við Esjuferðum. Byrjum á einni ferð í hvert sinn en ætli þær verði ekki tvær þegar kemur fram í maí. Þetta eru einhver bestu æfingar sem hugsast getur og fer manni ótrúlega mikið fram eftir hverja ferð. Svo er að vona að maður verði í toppformi í júlí því bæta á tímann á Laugaveginum umtalsvert. Sjáum hvernig fer.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband