Færsluflokkur: Bloggar
Jólamyndir 2007
Þriðjudagur, 25. desember 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Reykjavíkurmaraþon 2007
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugavegur 2007
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Fengum far með Björgu og Rafni í Landmannalaugar þar sem gist var um nóttina með ÍR-skokkurum. Lögðum upp með að vera undir 7 klst. og í besta falli að bæta tímann minn frá 2005 (7:50) um eina klst. Svaf ekkert sérstaklega vel og fann að spennan magnaðist fram að hlaupi með tilheyrandi klósettferðum o.s.frv. Á slaginu 9:00 var hlaupinu startað. Leið mjög vel og var fullur orku þar til ég var ca. hálfnaður í Hrafntinnusker. Fékk ferleg svitaköst og varð í framhaldi orkulaus og fór að líða illa í maganum á meðan Sigrún þrusaðist áfram. Varð aðeins á eftir henni að skálanum og þusti beint á kamarinn á meðan fyllt var á brúsana fyrir mig. Át banana og leið aðeins betur. Hélt áfram að fá létt svitaköst, var með velgju í maganum og ferlega orkulaus. Bætti aðeins á gelinntökuna rétt áður við komum í Jökultungur og fannst mér ég hressast við það. Frá Jökultungum í Álftavatn var ég gersamlega orkulaus og rétt náði að halda í við Sigrúnu, Sigurjón, Nínu og Björgu. Fékk mér góðan bananaslurk í Álftavatni og leið aðeins betur á eftir. Við Bláfjallakvísl stoppuðum við mjög stutt og var líðanin þá orðin aðeins skárri. Fékk mér smá snickers sem ég rétt náði að koma niður en gerði mér gott að ég held. Við drykkjarstöðina á söndunum fékk ég mér fyrst saltsykurtöfluna sem Sigrún var með og hefði ég sennilega átt að gera það fyrr. Þá smá fór mér að líða betur og þegar komið var í Emstrur var líðanin orðin nær eðlileg þó að ég væri svolítið máttlaus. Þegar nálgaðist kápuna vorum við Sigrún kominn á mjög gott skrið og eiginlega þustum áfram. Leiðin í gegnum skóginn gekk vel og hlupum við upp allar brekkur eins og ekkert væri (eða þannig). Komum svo í mark á 6:41 sem var mun betra en við þorðum að vona, a.m.k. eftir afleitt hlaup hjá mér framan af.
Leið svo þokkalega eftir hlaup sérstaklega eftir að hafa fengið heita súpu, svolítið salta (sem betur fer). Gat sáralítið borðað af grillmatnum, en át þeim mun betur í matnum sem við útbjuggum sjálf seinna um kvöldið.Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvannadalshnúkur
Mánudagur, 11. júní 2007
Við Sigrún fórum loks á Hvannadalshnúk um helgina, en það hafði staðið til í þó nokkurn tíma. Um þarsíðustu helgi var ferðinni sem við ætluðum í frestað vegna veðurs sem kom sér bara nokkuð vel miðað við veðrið sem við fengum í þessari ferð. Gistum á Hofi og vöknuðum kl. 4 á laugardagsmorguninn en mæting var við Sandfell rétt fyrir kl. 5. Lagt var af stað um 5.30 í rigningarsudda en mildu veðri. Vandi var að klæða sig rétt svo manni yrði ekki of heitt, en á sama tíma ekki blautur. Niðurstaðan var því regnjakki og ullarbolur auk flísbuxna. Það tók um tvo og hálfan tíma að komast að jökuljaðrinum en þangað er tiltölulega létt fjallganga. GPS-ið mitt sýndi 1.054 m hæð á þessum stað. Þarna fékk fólk sér morgunmat en að honum loknum settu menn á sig belti með karabínu sem í var þrædd lína. Við Sigrún vorum í línu með sex öðrum og fórum fyrir hópnum ásamt Auði fararstjóra. Fyrsti hluti á jöklinum er gríðarlega löng snjóbrekka sem tók um þrjá tíma að ganga upp. Rétt eftir að sú ganga hófst gengum við upp úr rigningarsuddanum og við tók dæmalaust bjart veður þar sem varla sást ský á himni. Þetta leit sem sagt út fyrir að verða góður dagur á jökli. Þegar brekkunni lauk var áð og etið af nestinu áður en lokahnykkurinn að Hnúknum var tekinn, en það er um 5 km löng jökulslétta. Þessi leið leit svo sannarlega út fyrir að vera styttri en hún í raun var. Að þessari göngu lokinni var áð við Hnúkinn sjálfan, settir mannbroddar á skóna og innbyrt örlítil orka fyrir síðasta spottann. Þessi hluti er sjálfsagt erfiðasti hluti leiðarinnar en jafnframt sá skemmtilegasti þar sem þurfti eilítið að beita mannbroddunum til að komast alla leið. Töluvert var af lausum snjó sem var raunar í formi stórra ískristalla en þar undir var blár ísinn hvar mannbroddarnir náðu festu. Á Hnúkinn sjálfan komumst við svo um 13.30 og var það mögnuð stund. Útsýni til allra átta þó ekki sæist niður á láglendið fyrir skýjum. Það varð til þess að þetta varð allt mun tilkomumeira þar sem fjöllin stóðu upp úr skýjunum og jökullinn lék aðalhlutverk. Það sást allt til Herðubreiðar, Grímsvatna, Kverkfjalla, Lónsöræfa og annarra fjalla sem ég kann ekki að nefna.
Eftir um 30-45 mínútna stopp á Hnúknum var haldið til baka og gekk sú ferð vel fyrir utan að vatnsskortur tók að gera vart vð sig. Sæmilega gekk þó að bræða snjó í vatnsflöskum til að svala mesta þorstanum. Í heildina var þetta hreint mögnuð ferð þar sem veðrið skemmdi ekki fyrir. Auk þess voru ferðafélagarnir, sem við höfðum ekki séð fyrr né síðar, þrælskemmtilegir. Fararstjórn var til fyrirmyndar, léttleiki og ákveðni í bland.
Komum niður eftir um 13 tíma og skelltum okkur í sund á Svínafelli þar sem við hittum hafnfirska jöklafara sem voru að koma af Hnúknum í þrítugastaogþrettánda skipti. Þeir sögðu þetta einn besta dag sem þeir höfðu upplifað á jöklinum. Við heppin! Elduðum svo einfaldan en góðan mat á Hofi, röbbuðum við Martein húsráðanda og sofnuðum svo sæl og þreytt.
Hér er myndaalbúm úr ferðinni: Smella hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
101
Mánudagur, 30. apríl 2007
Eftir stífan undirbúning fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið er komið að því að minnka álagið eftir langar hlaupavikur undanfarið. Síðasta vika var sú lengsta hjá mér, en þá fór ég 101 km frá mánudegi til laugardags (sjá hlaupadagbókina). Hef ekki hlaupið svona mikið á einni viku áður þó að sumar vikur hafi náð 70, 80 og 90 km.
Hlaupið í Miðfirðinum um helgina gekk vel enda frábært veður í sveitasælu. Hlupum eftir veginum og aðeins þrír bílar keyrðu framhjá okkur leiðinni. Fékk annars hugmynd að maraþoni á leiðinni. Kannski ekki ný af nálinni þó ég hafi ekki heyrt um þetta fyrr. Þetta yrði hið svokallaða Miðfjarðarmaraþon og yrði með forgjafarsniði. Sá sem lengsta tímann á færi af stað fyrstur, sá sem væri með t.d. 5 mín betri tíma færi af stað 5 mín. síðar, hlauparinn með besta tímann síðastur o.s.frv. Þetta myndi tryggja að þeir sem aldrei vinna þrátt fyrir þrotlausar æfingar allt árið ættu séns á að verða fyrstir. Þetta myndi líka tryggja að allir væru að koma í mark á sama tíma sem myndi skapa skemmtilega stemningu. Gallinn er að til að þetta fyrirkomulag gangi er sá að allir yrðu að eiga skráðan tíma í maraþoni. Það mætti ræsa hlaupið við kirkjuna á Melstað og enda við Grettisból á Laugarbakka. Á leiðinni fram eftir, vestan megin Miðfjarðarár, myndi Eiríksjökull draga menn áfram og á leiðinni út eftir, austan megin ár, myndu menn og konur fyllast krafti fyrir lokasprettinn þegar að komið væri að Bjargi og einungis um 7 km eftir.
Bloggar | Breytt 3.5.2007 kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ársafmæli hlaupadagbókarinnar
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjössi og Co.
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Hér er Mogginn 26. október. Bjössi er á blaðSÍÐUM 30-31. Mynd er einning af hinum sætu systrum. Minni líka á þetta:
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti.
Bloggar | Breytt 17.4.2007 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndbandastöffið tekið til kostanna
Mánudagur, 9. október 2006
Athugið eftirfarandi:
Bloggar | Breytt 25.1.2007 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seint koma sumar en koma þó
Fimmtudagur, 22. júní 2006
Hér koma nokkrar myndir úr eldhúsi og af hundi, sem margir hafa beðið eftir. Annað skiptir litlu máli núna. Enn er nokkur frágangur eftir og felst hann í flísalögn á veggjum, málun og kaupum á nýju eldhúsborði og stólum. Myndaalbúmið er hér.
Jökull hefur verið lasinn en er að hressast og tók hundanámskeiðið í gær með stæl. Var ekki hræddur við neitt og tók nýrri hengingaról vel! Myndir af Jökli eru hér.
Björn Rúnar er útskrifaður úr leikskóla, en er þar samt enn þar til forelrar hans druslast í frí. Það gerist núna um helgina og svo skellum við okkur vonandi í Þórsmörk með Ingólfi og Sönnu sem eru hér í heimsókn.
Bloggar | Breytt 25.1.2007 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann er 6 ára í dag
Föstudagur, 16. júní 2006
Björn Rúnar er 6 ára í dag, ekkert smá stór! Fékk fótboltaskó, Breiðabliksbúning, hjálm, tindáta, löggudót og pakka með ýmsu dóti frá Wales! Var ekkert smá ánægður. Og nú líður að afmælisveislu með tilheyrandi: Batman kakan klassíska og væntanlega verða límdir halar á belju. Á morgun 17. júní verður svo fjölskylduafmæli. Vonandi koma afi og amma og nokkrir vinir. Komum til með að sakna allra útlendinganna okkar í Wales og Svíþjóð.
Annars fer að líða að því að Ingólfur og Sanna mæti á svæðið og erum við farin að hlakka til. Veðrið hér á Fróni mætti að vísu vera betra, en það er ekki hægt að fara fram á allt; sól og blíðu og ferskan útsynning með öllum sínum kostum .
Er að verða svartsýnn á Laugavegshlaupið í ár því ökklinn er ennþá bólginn og aumur. Verð að eiga það inni. Læt samt slag standa ef ég kemst á skrið eftir helgi.
Jökull er búinn að vera lasinn, með hita og eyrnabólgu. Já, það má segja að þetta sé fjórða barnið. Hann er kominn á penisillín og eyrnadropa og vonandi fer þetta að lagast. Greyið er mældur kvölds og morgna og hefur verið með 39,5° hita. Sjáum hvort fúkkalýfið virki ekki yfir helgina. Meira síðar og ég lofa að setja inn myndir um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)